Ég trúi á einn Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega.

Og á einn Drottin Jesúm Krist, Guðs son eingetinn og af föðrunum fæddur fyrir allar aldir. Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði, getinn, ekki gjörðan, sameðlis Föðurnum; sem hefur gjört allt. Sem vor mannanna vegna og vegna sáluhjálpar vorrar sté niður af himnum. Og fyrir Heilagan Anda íklæddist holdi af Maríu mey og gjörðist maður. Hann var einnig krossfestur vor vegna undir valdi Pontíusar Pílatusar, leið og var grafinn. Og reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum. Sté upp til himna og situr Föðurnum til hægri handar. Og mun koma aftur í dýrð, til þess að dæma lifendur og dauða, og á hans ríki mun enginn endir verða.

Og á Heilagan Anda, Drottin og lífgara, Sem útgengur frá Föðurnum og Syninum, og er tilbeðinn og dýrkaður ásamt Föðurnum og syninum, og hefur talað fyrir munn spámannanna; og á eina, heilaga, kaþólska og postulega kirkju.

Ég játa eina skírn til fyrirgefningar syndanna. Og vænti upprisu dauðra, og lífs um ókomnar aldir. Amen.

footer2


Δημιουργία ιστοτόπου ΑΔΑΜ ΠΛΗΡΟΦΟΡΙΚΗ